Heim
Jólapakkamótið 2022
- Details
- Written by: Administrator
- Category: Skákmót
- Hits: 324
Jólapakkaskákmótið getur nú farið fram í fullri stærð og mun gera það laugardaginn 17. desember næstkomandi í Miðgarði í Garðabæ.
Amk. 3 jólapakkar verða í verðlaun fyrir bæði stráka og stelpur í hverjum flokki auk. amk. 3 happdrættisvinninga og er reiknað með að keppt verði í allt að 6 aldursflokkum auk peðaskákar fyrir þau yngstu. Allir keppendur fá glaðning að móti loknu að venju.
Tímamörk 7 mínútur á skák. Reiknað er með 5 umferðum í hverjum flokki.
A flokkur börn og unglingar fædd 2007 til 2009. kl. 11.00
B flokkur börn fædd 2010 til 2011 kl. 11.00
C flokkur börn fædd 2012 til 2013 kl. 11:00
D- til F flokkar fædd 2014 og yngri. kl.13:00 - 2-3 flokkar.
Peðaskák er bara fyrir yngstu börnin. kl. 13:15
ATH ef heildarfjöldi keppenda er færri en 150 keppendur byrja allir flokkar kl. 13:00.
Skráningarhlekkur: https://forms.gle/DjBu4xsgy7NSNFdv6 og á skak.is
Skráningu lýkur kl. 10.00 föstudaginn 16. desember.
Þátttökugjöld 500 kr. Óskast millifært á reikning TG. kt: 4911952319 rnr:546-26-2124.
Nánari upplýsingar í með því að senda post á
Mótsstaður:
Miðgarður, fjölnota íþróttahús, Garðabæ
Hlökkum til að sjá ykkur!!!!!
Pizzu skákhátíð TG
- Details
- Written by: Administrator
- Category: Skákmót
- Hits: 264
Pizzu skákhátíð fyrir krakkana á laugardag.
Hvenær: Laugardagur 1.10. kl. 14:00-15:30
Hvar: Miðgarður, 3.hæð (Vetrarbraut 18, 210 Gardabaer)
2 flokkar:
- 3. bekkur og yngri
- 4.-10. bekkur (mótið verður ekki reiknað til FIDE)
Teflum í um 1 klukkutíma. Verðlaun í báðum flokkum. Medalíur fyrir 1., 2. og 3. sæti, efst stúlkna og glaðning fyrir alla.
Fögnum móti með pizzuveislu í lokinn. Skráning lokast á föstudag 30.9. kl. 20:00.
Ókeypis fyrir skráða iðkendur TG, aðrir 500 ISK.
Hlökkum til að sjá ykkur! Skráning á: https://forms.gle/q6crTfjNWfHTXfce8
Rukkun félagsgjalda
- Details
- Written by: Páll Sigurðsson
- Category: Um félagið
- Hits: 865
Félagið er um þessar mundir að senda út valkröfur til félagsmanna vegna greiðslu félagsgjalda fyrir árið 2022.
Miðað er við félagsmenn skráða á keppendaskrá skáksambands Íslands - skakmenn.skak.is 18 ára og eldri.
Eitthvað er um það að félagsmenn sérstaklega þeir sem hafa komið inn í félagið eftir sameiningu TG og skákfélagsins Hugins á síðasta ári, kannist ekki við að vera skráðir félagsmenn.
Ef þið teljið ykkur vera að fá sendar rukkanir fyrir mistök er vinsamlega hafið samband við félagið. Td. með því að senda félaginu skilaboð á facebook eða með því að hringja í formann (Páll Sigurðsson) í síma 8603120. eða með tölvupósti til að fyrirbyggja slíkt í framtíðinni.
Ath. einnig að félagsgjöld má greiða og þess að fá aðgang að sportabler á slóðinni https://www.sportabler.com/shop/tg
Skákþing Garðabæjar 2022
- Details
- Written by: Administrator
- Category: Skákmót
- Hits: 1172
Skákþing Garðabæjar 2022 hefst mánudaginn 29. Ágúst.
Tefldar verða 7 umferðir og verður mótið reiknað til íslenskra og alþjóðlegra stiga.
Mótsstaður: Safnaðarheimili Vídalínskirkju. Garðabæ. Kirkjulundi 3. Inngangur á bak við.
Umferðatafla:
- -3 umf. Mánudaginn 29. ágúst kl. 19:00 – atskákir.
- umf. Mánudaginn 5. sept. kl. 19:00
- umf. Mánudaginn 12. sept. kl. 19:00
- umf. Mánudaginn 19. sept. kl. 19:00
- umf. Mánudaginn 26. sept. kl. 19:00
Verðlaunaafhending og Hraðskákmót Garðabæjar fer fram mánudaginn 31. Október. kl 19:00
Keppnisfyrirkomulag er svissneskt kerfi. Aðalskákstjóri er Páll Sigurðsson
Tímamörk fyrir atskákirnar eru nú 25 mínútur með 5 sek sem bætast við hvern leik. Tímamörk fyrir kappskákirnar eru 90 mínútur og 30 sek sem bætast við hvern leik.
Mótið er opið öllum og er ein hjáseta leyfð til og með 5 umf. Tilkynna þarf hjásetu fyrir lok umferðarinnar á eftir. Frestun skáka er illmöguleg.
Verðlaun auk verðlaunagripa:
Heildarverðlaun fyrir efstu 3 sæti uþb. 70% af keppnisgjöldum, skipt eftir Hort Kerfinu.
Verðlaun skiptast (50/30/20). Lágmarksverðlaun í fyrsta sæti er 15.000. kr.
Mótið er um leið Skákþing Taflfélags Garðabæjar. (keppt er um titilinn ef jafnt).
Sæmdartitilinn Skákmeistari Garðabæjar geta aðeins fengið félagsmenn taflfélags í Garðabæ eða skákmaður með lögheimili í Garðabæ.
Þátttökugjöld:
Félagsmenn Fullorðnir 3000 kr. 17 ára og yngri ókeypis.
Aðrir. Fullorðnir 5000 kr. Unglingar 17 ára og yngri 3000 kr
IM/WIM og GM/WGM greiða ekki þáttökugjöld.
Skákmeistari Garðabæjar 2021 er Ögmundur Kristinsson og Skákmeistari Taflfélags Garðabæjar er Jóhann Ragnarsson. Sigurvegari á Skákþingi Garðabæjar 2021 var Davíð Kjartansson.
Skráning í mótið er á þessum hlekk
Page 4 of 15